Þessa uppskrift fann ég á síðunni Sip and Feast og hef síðan eldað þennan rétt margoft, enda gjörsamlega geggjaður. Svo einfalt og ekki skemmir fyrir að hann er kjötlaus með öllu. Ágætis tilbreyting!

Einfalt sveppapasta

Hráefni:

450 g sveppir að eigin vali
450 g pasta að eigin vali
1 bolli rifinn parmesan ostur
1 bolli rjómi
10 hvítlauksgeirar, grófsaxaðir
2 msk. ólífuolía
1 tsk. salt
1 tsk. pipar
½ bolli fersk steinselja, söxuð
2 bollar pasta vatn

Aðferð:

Þvoið sveppina og skerið. Sjóðið pastað einni mínútu styttra en stendur á pakkanum. Hitið olíu yfir meðalhita og snöggsteikið hvítlaukinn í 1 mínútu. Bætið sveppum saman við og hækkið hitann. Steikið í nokkrar mínútur til að þeir brúnist vel. Takið 2 bolla af pastavatninu og setjið til hliðar þegar pastað er soðið. Bætið salti, pipar og 1 bolla af pastavatni við sveppablönduna og eldið í 1 mínútu. Lækkið hitann og bætið rjóma og parmesan út í. Hrærið vel saman. Bætið pastanu við sósuna og blandið öllu vel saman. Smakkið sósuna til og bætið steinselju út í. Ef sósan er of þunn er hægt að bæta meira pastavatni saman við.