Það er alltaf gaman að kynnast nýjum síðum á samfélagsmiðlum þar sem er ekkert þras og bras heldur eingöngu gleði og gaman.

Twitter-síðan What Kind of Dog is This er ein af þeim. Eins og nafnið gefur eilítið til kynna er um að ræða síðu þar sem eru birtar myndir og myndbönd af hundum. En þetta er ekkert venjulegt efni því allt á það sameiginlegt að sýna hunda í fyndnum og skemmtilegum aðstæðum.

Þessi síða er með tæplega þrjú hundruð þúsund fylgjendur og hóf göngu sína í vor.

Hér fyrir neðan eru dæmi um skemmtilega hunda sem prýða síðuna en til að fá meira hundaefni beint í æð mælum við með að skruna í gegnum síðuna sjálfa á Twitter. Passið ykkur bara á því að týna ekki alltof miklum tíma að dást að þessum yndislegu skepnum.

Þetta getur ekki verið þægilegt:

Pólitískur hvutti:

Ein leið til að sætta sig við kragann:

Áhugaverður hundakofi:

Elsku kallinn:

Ótrúleg mynd:

Er þetta ský eða hundur?

Það sem eigendur komast upp með:

Halló?

Í sínu náttúrulega umhverfi:

Í felulitunum:

Nettur:

Hættu nú alveg: