Spjallþáttakóngurinn Jimmy Fallon og eiginkona hans, framleiðandinn Nancy Juvonen, eru búin að setja fjölskylduheimili sitt í New York á sölu. Heimilið er staðsett í hverfinu sem umlykur Gramercy-garðinn, en fjölmargar stjörnur búa í hverfinu.

Björt og litrík stofa.

Hjónin vilja fimmtán milljónir dollara fyrir húsið, tæplega tvo milljarða króna. Um er að ræða ástríðuverkefni Jimmy og Nancy en þau keyptu alls fjórar, aðskildar íbúðir í byggingunni og breyttu í risavaxið fjölskylduheimili.

Takið eftir ljósunum í eldhúsinu.

Húsið er skemmtilega innrétt og einstaklega litríkt. Í eldhúsinu er búið að sérsmíða einstaka innréttingu sem er umkringd sjaldgæfum munum.

Barinn frægi.

Á áttundu hæð hússins hafa hjónin útbúið afar smekklegan bar þar sem er vel hægt að taka á móti góðum vinum.

Búrið minnir á gamla verslun.

Hvert herbergi í húsinu er einstakt, allt frá búrinu, sem minnir á gamla verslun, til baðherbergis í hjónaherberginu.

Leynihurð.

Herbergið sem stelur senunni er hins vegar falið, nánar tiltekið undir stiganum. Þar er hurð sem maður heldur kannski að leiði í geymslupláss en hefur í raun að geyma stórkostlegt leikherbergi fyrir börn. Ótrúlega sniðug og töfrandi lausn í þessu rými.

Leikherbergið.