Mikil edikbylgja hefur riðið yfir landið síðustu ár og virðist annar hver maður þrífa allt hátt og lágt með ediki.

Það má hins vegar ekki þrífa allt með ediki, eins og kemur skýrt fram á vefsíðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna. Hér fyrir neðan má sjá sex hluti sem á ekki að þrífa með ediki:

„1. Granít og marmara borðplöturnar í eldhúsinu.

Sýran í edikinu er ætandi og getur skaðað yfirborðið á granít og marmara. Betra er að nota volgt vatn og mildan uppþvottalög.

2. Steinflísarnar á gólfinu.

Alveg eins og með granít og marmara borðplöturnar, þá tekur náttúrusteininn ekki vel við súrum hreinsiefnum eins og edik og sítrónu. Betra er að nota sérstaka sápu fyrir stein, eða uppþvottalög og vatn.

3. Egg.

Ef þú missir egg á gólfið, ekki teygja þig í edik til að hreinsa það upp. Sýran gerir það að verkum að eggið storknar og það verður mun erfiðara að þrífa það upp.

4. Straujárnið.

Edik getur eyðilagt innri hlutana í straujárninu þínu. Það ætti því ekki að hreinsa straujárn með því að hella edik í gegnum það. Til að halda straujárninu hreinu er best að tæma það alltaf eftir notkun og fara eftir leiðbeiningum framleiðanda.

5. Harðviðargólf.

Það eru nokkuð skiptar skoðanir á þessu ennþá. Sumir sverja fyrir það að ediksblandan hreinsi fullkomlega, en aðrir segja að edikið skemmi harðviðargólf. Ef edik er notað er mælt með að þynna það vel út með vatni og prufa fyrst á smá bletti áður en þú ræðst í að þrífa allt gólfið.

6. Blek, blóð og rjómaís.

Blettir eftir blek, rjómaís og blóð munu ekki hverfa með því að nota eingöngu edik, alveg sama hversu mikið þú skrúbbar eða nuddar. Þessir blettir eru ansi leiðitamir og vilja setjast fast ofaní sófa, föt og teppi og bregðast ekki við sýrunni í edikinu. Betra er að nota önnur hreinsiefni á þessa bletti, og þvo síðan með þvottaefni með ensímum. Flest þvottaefni sem virka vel sem blettahreinsiefni innihalda ensím.“

Þetta og fleiri frábær ráð á vef Leiðbeiningastöðvar heimilanna.