Það kennir ýmissa grasa á samfélagsmiðlinum TikTok, misgáfulegt þó. Sum myndböndin inni á miðlinum eru afar umdeild, líkt og nýlegt myndband frá bandaríska háskólanemanum Juliette.

Í myndbandinu sýnir hún fylgjendum sínum hvernig hún eldar steik og er aðferðin óhefðbundin, svo vægt sé til orða tekið. Í myndbandinu setur Juliette nefnilega tvær steikur í brauðrist og eldar þær þannig. Juliette gæðir sér síðan á steik með steikarsósu.

Myndbandið hefur vakið upp hörð viðbrögð og blöskrar sumum fylgjendum hennar yfir eldunaraðferðinni.

„Ég var að verða vitni að glæp,“ skrifar einn fylgjandi og annar skrifar:

„Góð leið til að brenna steik að utan og fá samt salmonellu.“

Juliette segir í samtali við breska blaðið Metro að steikin hafi verið fullkomlega elduð. Hún hafi eldað steikina á hæsta hita í tuttugu mínútur í brauðristinni og að máltíðin hafi verið gómsæt.

„Steikin var stórkostlegt! Ég er ekki bara að segja það til að sýna fólki að það hafi rangt fyrir sér en brauðristin eldaði steikina fullkomlega. Ég borðaði hálfa steik og gaf herbergisfélaga mínum hinn helminginn sem naut matarins líka.“

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið umdeilda:

@itsmeju1ietteCooking steak for my boyfriend ❤️🥩 ##foryou ##cooking ##chef

♬ It’s Beginning to Look a Lot Like Christmas – Perry Como & The Fontane Sisters – 🎄🎄🎄