Ég fann þessa geggjuðu uppskrift á síðunni Macheesmo, en um er að ræða stökkar franskar þar sem kartöflur koma ekki nálægt matargerðinni. Ég elska franskar og er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt í þeim efnum, en uppskriftin hér fyrir neðan olli mér ekki vonbrigðum.

Eggaldinfranskar

2 stór eggaldin
2 bollar hrísgrjónahveiti eða maísmjöl
1 sítróna, börkur + 1 msk safi
2 msk paprikukrydd
1 msk hvítlaukskrydd
1 msk salt
1 msk sesamfræ
olía til steikingar

Aðferð:

Skerið endana af eggaldinunum og skerið þau í stangir. Leggið stangirnar í bleyti í ísköldu vatni í að minnsta kosti þrjátíu mínútur. Passið að vatnið umlyki eggaldinið. Blandið hveiti eða mjöli saman við kryddið. Hitið olíu í djúpum potti. Þegar að olían er heit takið þið handfylli af stöngum og veltið þeim upp úr mjölblöndunni. Setjið strax í olíuna og steikið í 4 til 5 mínútur. Takið stangirnar upp úr pottinum og leggið til þerris á pappírsþurrku. Berið strax fram!