Rúmlega 230 fermetra sumarhús við Djáknaveg í landi Úthlíðar í Biskupstungum er komið á sölu, en réttara væri að kalla það sumarhöll.

Öll nútímaþægindi í eldhúsinu.

Húsið var byggt árið 2005. Óskað er eftir tilboði í eignina en fasteignamat er 52.750 milljónir króna.

Rúmgóð stofa á neðri hæð aðalhússins.

Eignin stendur á eignarlandi með útsýni að Heklu. Eignin samanstendur af fimm húsum og eru alls fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Áhugaverð stytta.

Allt til alls er í húsinu, fullkomið eldhús og rúmgóð herbergi. Veröndin við húsið er ansi tilkomumikil en þar er rafmagnspottur með yfirbyggðu húsi frá Jóni Bergssyni. Þá er grillhús á veröndinni með eldstæði.

Veröndin er rosaleg.

Á veröndinni er einnig gestahús með saunaklefa.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Fallegt umhverfi.