Þessa uppskrift að taílenskri kókossúpu fann ég á snilldarvefnum All Recipes og hún er fullkominn huggunarmatur fyrir þá sem eru að glíma við kvef eða slappleika.

Taílensk kókossúpa

Hráefni:

1 msk grænmetisolía
2 msk ferskt engifer, rifið
1 stilkur sítrónugras, smátt saxaður
2 tsk „red curry paste“
4 bollar kjúklingarsoð
3 msk fiskisósa
1 msk ljós púðursykur
3 dósir kókosmjólk
220 g sveppir, skornir í sneiðar
450 g rækjur, hreinsaðar
2 msk ferskur læmsafi
salt eftir smekk
1/4 bolli ferskt kóríander, saxað

Aðferð:

Hitið olíuna í stórum potti yfir meðalhita. Eldið engifer, sítrónugras og „curry paste“ í um 1 mínútu. Hellið soðinu varlega yfir blönduna og hrærið stanslaust. Blandið fiskisósu og púðursykur saman við og látið malla í 15 mínútur. Hrærið kókosmjólk og sveppum saman við og eldið í um 5 mínútur. Bætið rækjum saman við og eldið í um 5 mínútur. Hrærið læmsafa saman við, saltið eftir smekk og skreytið með kóríander.