Ég elska taco og allt sem því fylgir og því hoppaði ég hæð mína þegar ég fann þessa uppskrift að Taco pottrétti á matarvefnum Delish. Þessi réttur er algjör negla!

Taco pottréttur

Hráefni:

1 msk. ólífuolía
½ laukur, saxaður
1 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
450 g nautahakk
1 msk. taco krydd
salt og pipar
1 dós svartar baunir
2 bollar kirsuberjatómatar
1 bolli gular baunir
12 tortilla-kökur
2 bollar rifinn ostur
1 bolli rifinn cheddar ostur
1 bolli mulið nachos-snakk
2 vorlaukar, skornir smátt
sýrður rjómi

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C. Hitið olíuna í stórri pönnu yfir meðalhita. Steikið laukinn í um 5 mínútur. Bætið hvítlauk við og steikið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið hakki saman við og eldið þar til það er ekki lengur bleikt, eða í um 6 mínútur. Hellið fitunni af. Hrærið taco kryddi saman við sem og salti og pipar. Bætið svörtu baununum saman við, en haldið eftir sirka ¼ af bolla. Bætið 1 ½ bolli af tómötum saman við sem og gulum baunum. Dreifið smá af hakkblöndunni í botninn á eldföstu móti og raðið síðan tortilla-kökum ofan á. Hellið síðan 1/3 af osti, 1/3 af hakkblöndunni ofan á og raðið tortilla-kökum ofan á. Endurtakið þar til allt er búið og skreytið toppinn með muldu snakki, osti og baunum. Bakið í um 20 til 25 mínútur og skreyið með tómötum, baunum og vorlauk. Berið fram með sýrðum rjóma.