Við mannfólkið höfum verið gríðarlega dugleg við að dreifa okkur um geimklettinn sem við köllum heimili okkar, og eigum við allnokkrar þungamiðjur slíkrar fjölgunar sem við kjósum alla jafna að kalla borgir. Þær eru þó eins misjafnar og þær eru margar, en flestar þeirra má þekkja í sjón ef við vitum að hverju skal gá.

Hér eru 20 borgir víðsvegar um heim — sjáðu hvað þú þekkir margar.

Rétt! Rangt!

New York er menningarlegur miðpunktur Bandaríkjanna og jafnan talin með fjölbreyttustu og mest spennandi borgum heims.

Rétt! Rangt!

Rio de Janeiro er einn frægasti áfangastaður Brasilíu. Fjöldamörg kennileiti og hátíðir setja svip sinn á þessa stórskemmtilegu borg.

Rétt! Rangt!

Shanghai er önnur stærsta borg í Kína og brennidepill menningar og fjármála í landinu.

Rétt! Rangt!

Í Róm má finna meira en 280 gosbrunna og meira en 900 kirkjur.

Rétt! Rangt!

Los Angeles er höfuðborg kvikmyndaiðnaðarins í Bandaríkjunum og ein frægasta borg heims.

Rétt! Rangt!

Sydney er stærsta og menningarlega fjölskrúðugasta borg Ástralíu. Í henni eru auk ensku mest töluð tungumálin kantónska, mandarín, gríska og víetnamska.

Rétt! Rangt!

Í Feneyjum má finna 417 brýr. 72 þeirra eru í einkaeign.

Rétt! Rangt!

Berlín er höfuðborg Þýskalands og einn helsti höfuðstaður lista og menningar í Evrópu.

Rétt! Rangt!

Höfðaborg heldur tvisvar sinnum upp á nýárið -- einu sinni þann fyrsta janúar og svo aftur þann annan.

Rétt! Rangt!

Seoul er höfuðborg Suður-Kóreu og ein mest ört vaxandi stórborg heims.

Rétt! Rangt!

Bangkok er heitasta borg heims. Hitastig á ári að meðaltali er 28 gráður á selsíus.

Rétt! Rangt!

Prag er höfuðborg Tékklands og fæðingarstaður pilsnersins. Hún er jafnan talin með fallegri borgum Evrópu.

Rétt! Rangt!

Istanbul er eina borg heimsins sem liggur í tveimur mismunandi heimsálfum, Evrópu og Asíu.

Rétt! Rangt!

New Orleans státar af fleiri sögulegum hverfum en nokkur önnur borg í Bandaríkjunum.

Rétt! Rangt!

Varanasi er heilög borg í Indlandi sem er talin vera elsta borg heims. Samkvæmt indverskri þjóðtrú fá sálir aflausn frá endurfæðingu ef þær deyja við árbakka borgarinnar.

Rétt! Rangt!

Þegar árlega monsúnregntímabilið stendur yfir eru íbúar Kuala Lumpur alvanir því að flóð verði á götum borgarinnar.

Rétt! Rangt!

Hermitage-safnið í borginni er annað stærsta safn heims, á eftir Louvre-safninu í París. Áætlað er að tíu ár myndi taka að skoða allt í safninu.

Rétt! Rangt!

Santiago er höfuðborg Chile og brennidepill fjármála, lista og menningar í landinu.

Rétt! Rangt!

Edinborg er upprunastaður stærstu sviðslistahátíðar heims, hinnar árlegu Edinburgh Fringe Festival.

Rétt! Rangt!

Bandamenn hlífðu Kyoto við árásum í seinni heimsstyrjöldinni vegna þess hve mörgum sögulegum musterum og öðrum kennileitum þessi gullfallega borg býr yfir.

Taktu prófið - Hversu vel þekkir þú borgir heimsins?
Internetferðalangur

Ekkert að því að skoða heiminn í gegnum internetið, en þegar núverandi ástand er afstaðið væri frábær hugmynd að kíkja aðeins út fyrir landsteinana.
Ferðalangandi ferðalangur

Þú þekkir það sem flestir þekkja, og flott með það. Mælum samt með að skella í ferðalag þegar betur viðrar til.
Atvinnuferðalangur

Þú hefur kynnt þér hlutina vel, og jafnvel þó svo þú hafir ekki komið til allra þessara staða þá þekkirðu þá í sjón. Vel af sér vikið.
Fagmanneskja

Þú ert sannkallaður atvinnuferðalangur og þekkir heiminn betur en flestir í kringum þig. Vel gert!

Deila niðurstöðunum: