Fasteignaverð hefur hækkað mikið undanfarin ár á höfuðborgarsvæðinu, sem og annars staðar, og leigumarkaðurinn er líkt og frumskógur.

Lægra fasteignaverð blasir við þeim sem vilja og geta fært sig úr set af höfuðborgarsvæðinu. Fréttanetið tók nokkur dæmi af því sem er á sölu í dag.

Hrafnaklettur 8

310 Borgarnes
Stærð: 67,2 m²
Verð: 20.000.000 kr.

Tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi. Hentar vel fyrir einstakling, par eða par með eitt barn. Íbúð með nóg af möguleikum og ekki er nú langt í bæinn.

Áshamar-612htv

900 Vestmannaeyjar
Stærð: 110,5 m²
Verð: 20.000.000 kr.

Það er einhver einstök rómantík að sigla til Eyja og þeir sem hafa áhuga á að gera það sinn fasta bústað ættu að kíkja á þessa þriggja herbergja íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi að Áshamri.

Melar

765 Djúpivogur
Stærð: 89,2 m²
Verð: 20.000.000 kr.

Þá sem þyrstir í kyrrð og ró gætu skellt sér alla leið á Djúpavog en þar er að finna þetta snotra einbýlishús sem var byggt árið 1965. Það er búið 1 baðherbergi og 2 svefnherbergjum og umkringt dásamlegri náttúrufegurð.

Tungumelur 14

730 Reyðarfjörður
Stærð: 88,9 m²
Verð: 20.900.000 kr.

Á Reyðarfirði er að finna þetta huggulega raðhús sem búið er 2 svefnherbergjum og 1 baðherbergi. Húsið er nýlegt, byggt árið 2005, og býður upp á nokkra möguleika í innréttingum.

Húnabraut 22

540 Blönduós
Stærð: 173,6 m²
Verð: 20.900.000 kr.

Þá er einnig hægt að flytjast búferlum á Blönduós, þar sem er til sölu rúmlega 170 fermetra eign í tvíbýlishúsi. Íbúðin er búin sólstofu en einnig fylgir bílskúr með í kaupunum. Eignin þarfnast einhverra lagfæringa og því fullkomin fyrir handlagna einstaklinga.