Fimm létust í óeirðunum í Bandaríkjunum í vikunni, einn lögreglumaður og fjórir úr hópi óeirðarseggja, er æstur múgur stuðningsmanna Donald Trump, Bandaríkjaforseta, réðst inn þinghúsið Capitol Hill í Washington.

Sjá einnig:

Tvær magnaðar myndir sýna forsetatíð Trump í hnotskurn

Frjálslyndur ættjarðarvinur

Ashli Babbitt, 35 ára, var skotin í hálsinn af lögreglunni í Capitol Hill. Hún státaði af löngum ferli í bandaríska flughernum og fór meðal í tvær ferðir til Afghanistan og Írak og var síðar send með þjóðvarðliðinu til Kúveit og Qatar. Babbitt fæddiswt í San Diego í Kaliforníu og hafði nýlega gift sig í annað sinn. Hún skilur eftir sig eiginmanninn Aaron Babbitt en þau ráku saman fyrirtæki sem þjónustar sundlaugar. Á samfélagsmiðlum lýsti hún sjálfri sér sem frjálslyndum ættjarðarvin. Hún var ötull stuðningsmaður Donald Trump og birti mikið um forsetann og meint kosningasvindl.

Ashli Babbitt.

„Náum þessu andskotans landi AFTUR!!“

Kevin Greeson, 55 ára, frá Athens í Alabama lést einnig í óeirðunum, en hann fékk hjartaáfall við þinghúsið. Hann hafði lengi glímt við of háan blóðþrýsting og skilur eftir sig eiginkonuna Kristi og börn.

„Kevin var stuðningsmaður Trump forseta og sótti viðburðinn þann 6. janúar árið 2021 til að sýna stuðning í verki,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunni. „Hann var ekki þarna til að taka þátt í ofbeldi eða óeirðunum, né sætti hann sig við svona hegðun.“

Greeson virðist hafa verið virkur meðlimur á Parler, sem er líkt og Twitter-síða fyrir hægrimenn. Reikningur með hans nafni og mynd stóð á bak við hótarnir gegn þingmönnum, bæði úr röðum Demókrata og Repúblikana, sem Greeson fullyrti að veittu Trump ekki nægilegan stuðning. Meðal þess sem Greeson ku hafa skrifað á Parler þá sagðist hann eiga byssu og skotfæri og væri til í hvað sem er. Þá vonaðist hann til að Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, myndi fá COVID-19 og deyja.

Kevin Greeson.

„Náum þessu andskotans landi AFTUR!! Hlaðið byssurnar og safnist saman á götum úti!“ er dæmi um athugasemd sem skrifuð er undir fyrrnefndum reikningi.

Eiginkona hans, Kristi Greeson, vill ekki staðfesta hvort Parler-reikningurinn hafi verið á ábyrgð eiginmanns síns en myndir sem birtar eru á reikningnum eru þær sömu og Greeson birti á Facebook og Twitter.

Stofnandi Trumparoo

Benjamin Philips, 50 ára, frá Ringtown í Pennsylvaníu fékk heilablóðfall í óeirðunum. Hann var forritari sem stofnaði samfélagsmiðil fyrir stuðningsmenn Trump, trumparoo.com. Á síðunni voru skipulagðar ferðir fyrir þá sem vildu fara til Washington í óeirðirnar.

Benjamin Philips.

„Ég bið vinsamlegast um frið er börnin mín syrgja og vinna úr áfalli gærdagsins,“ segir Nicole Mun, fyrrverandi eiginkona Philips, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlun í gær.

Rosanne Boyland, 34 ára, frá Kennesaw í Georgias lést einnig af heilsufarslegum ástæðum í óeirðunum en dánarorsök hennar hefur ekki verið gefin upp.

Rosanne Boyland.

Þá lést lögreglumaðurinn Brian D Sicknick seint á fimmtudagskvöld vegna meiðsla sem hann hafði hlotið í óeirðunum. Sicknick hafði verið starfsmaður lögreglunnar í þinghúsinu í yfir tíu ár.

Brian D Sicknick.