Vefsíðan Eat This, Not That! hefur tekið saman lista yfir þrjátíu óhollustu kextegundirnar í matvöruverslunum vestan hafs, en sumar þessara tegunda eru einnig fáanlegar í verslunum á Íslandi.

Vefsíðan fer ekki aðeins yfir innihald kexins og bendir á hve mikið af viðbættum sykri er í kexkökunum heldur bendir einnig á að sumar tegundir eru fullar af skaðlegum aukaefnum, sem eru talsvert verri en sykurinn.

Ýmsar tegundir af vinsæla kexinu Oreo eru á listanum, meðal annars situr Mega Stuf Golden Oreo í öðru sæti listans. Í tveimur slíkum kexkökum eru 150 hitaeiningar og 12 grömm af viðbættum sykri. Kexkakan er trefja- og próteinlausn og því er hægt að borða hverja kexkökuna á fætur annarri án þess að verða saddur. Meðal innihaldsefna í þessu kexi eru pálmaolía og gervibragðefni.

Mega Stuf Golden Oreo.

Meðal annarra Oreo-tegunda sem ná á listann eru Mint Oreo Fudge Cremes, hefðbundið Oreo-kex og Double Stuf Oreo.

Kexkakan sem vermir fyrsta sætið er undir merkjum Chips Ahoy!, en sú kaka er full af kornsírópi og gervibragðefnum. Í einni slíkri köku eru 80 hitaeiningar og 5 grömm af viðbættum sykri. Aftur engar trefjar né kolvetni.

Chips Ahoy! Chewy Brownie-Filled Cookies.

Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér, en þar kennir ýmissa grasa.