Þetta eru staðirnir þar sem þú getur eytt ferðagjöf stjórnvalda
5000 krónurnar er hægt að nota hjá yfir 4000 fyrirtækjum.


Eins og frægt er orðið fær hver Íslendingur sem náð hefur 18 ára aldri ferðagjöf frá stjórnvöldum að verðmæti 5000 krónum. Er þetta liður í því að styrkja ferðaþjónustuna á erfiðum tímum COVID-19, þar sem fáir erlendir ferðamenn leggja nú leið sína til landsins.
Nú er hægt að sækja þessa ferðagjöf með því að skrá sig inn á island.is. Síðan er hentugast að sækja smáforritið Ferðagjöf til að nota 5000 krónurnar. Þá er annað hvort hægt að nýta ferðagjöfina sjálfur eða gefa hana til einhvers annars.
Inni á heimasíðunni ferdalag.is má sjá hvar hægt er að nota þessar 5000 krónur en yfir 4000 fyrirtæki eru á skrá sem viðtakendur rafræna gjafabréfsins.
Ferðagjöfina er til dæmis hægt að nota upp í gistingu á Hótel Sigló á Siglufirði, í Bjórböðunum á Árskógssandi, til að gera vel við sig í mat og drykk á Bjarnarhöfn Bistro í Stykkishólmi eða í ísklifur, kajakferð, hvalaskoðun eða golf.
Lista yfir allt sem hægt er að gera fyrir ferðagjöfina má sjá hér.