Þú getur endurgert einn frægasta rétt Taco Bell á einfaldan máta
Sósan spilar lykilhlutverk.


Aðdáendur Taco Bell ættu ekki að láta þennan rétt framhjá sér fara en uppskriftin er fengin af vefnum Delish.
Hér er einn frægasti réttur Taco Bell endurgerður á einfaldan máta en sósan er algjörlega klikkuð!
Quesadilla
Sósa:
1 bolli mæjónes
3 msk. safi úr krukku af jalapeño
3 msk. jalapeño, saxaðir
2 tsk. hvítlaukskrydd
2 tsk. broddkúmen
2 tsk. paprikukrydd
½ tsk. cayenne pipar
salt
Önnur hráefni:
8 meðalstórar tortilla-kökur
4 bollar rifinn kjúklingur
2 bollar rifinn ostur
12 sneiðar ostur, cheddar eða venjulegur
Aðferð:
Blandið öllu í sósuna saman í skál nema saltinu og saltið eftir smekk. Setjið kjúkling í aðra skál og blandið helmingnum af sósunni saman við hann. Takið til stóra pönnu og hitið yfir meðalhita. Setjið eina tortilla-köku á pönnuna og setjið tvær sneiðar af osti á hana, síðan hálfan bolla af kjúklingi og hálfan bolla af osti. Setjið aðra tortilla-köku ofan á. Steikið í um 2 mínútur, snúið síðan við og steikið í 2 mínútur í viðbóti, eða þar til kakan er gullinbrún og osturinn bráðnaður. Endurtakið með restina af tortilla-kökunum og berið strax fram með afganginum af sósunni.