Matardrottningin Martha Stewart er fyrir löngu orðin heimsþekkt, en á vefsíðunni Today er að finna uppskrift að uppáhalds græna safa hennar. Ég bara varð að deila uppskriftinni með ykkur því ég meina, hver elskar ekki Mörthu Stewart?

Græni safi Mörthu Stewart

Hráefni:

1 pera eða epli, kjarnalaust og skorið í bita
2 sellerístilkar
1 agúrka
1 handfylli steinselja
2 handfyllir spínat
1 engiferbútur
2 appelsínu- eða sítrónusneiðar með berki

Aðferð:

Skolið hráefnin og þerrið. Skellið öllu í djúsvél, hrærið vel uppi í drykknum og drekkið strax.