Vefsíðan Collider hefur tekið saman lista yfir þrjátíu verstu myndir allra tíma, byggt á einkunn þeirra á síðunni Rotten Tomatoes.

Á listanum kennir ýmissa grasa – en hve margar af þessum myndum hefur þú séð?

Battleship
Einkunn: 34/100

Hér er á ferð misheppnuð mynd byggð á vinsæla leiknum Battleship. Til að krydda þennan klassíska leik var geimverum bætt við í púkkið.

The Nutcracker and the Four Realms
Einkunn: 33/100

Stundum gerir Disney mistök og hér eru á ferð risastór mistök.

Krull
Einkunn: 32/100

Hér er ferð sem var mjög svo innblásin af Star Wars en náði aldrei stjörnustríðshæðum.

King Arthur: Legend of the Sword
Einkunn: 31/100

Það er alveg nóg af myndum um King Arthur og hans slekti – þessi mynd var fullkomlega óþarfi.

The Lone Ranger
Einkunn: 30/100

Leikarinn Johnny Depp bjargaði því sem hægt var að bjarga – sem var ekki mikið.

The Chronicles of Riddick
Einkunn: 29/100

Framhaldið af Pitch Black var bara aðeins of mikið.

Jobs
Einkunn: 28/100

Fyrsta myndin um Steve Jobs og líklegast sú versta.

Jupiter Ascending
Einkunn: 27/100

Wachowski-systkinin reyna og reyna að endurskapa töfra The Matrix en mistekst.

Land of the Lost
Einkunn: 26/100

Will Ferrell náði hvorki að heilla gagnrýnendur né áhorfendur.

Mission to Mars
Einkunn: 25/100

Hér var milljónum eytt í tæknibrellur en samt er þetta með leiðinlegri myndum.

Van Helsing
Einkunn: 24/100

Hér er á ferð mynd sem er best gleymd.

Evan Almighty
Einkunn: 23/100

Af hverju einhverjum datt í hug að gera framhald að hinni æðislegu Bruce Almighty er hulin ráðgáta.

Sucker Punch
Einkunn: 22/100

Þessi mynd er stútfull af karlrembu og vitleysu.

RocketMan (1997)
Einkunn: 21/100

Harland Williams hefur leikið aukahlutverk í myndum eins og Dumb and Dumber og There’s Something About Mary en hann náði ekki að plumma sig í aðalhlutverki í RocketMan.

Serenity
Einkunn: 20/100

Þessi er náttúrulega eiginlega bara fáránleg. Sorrí Matthew McConaughey og Anne Hathaway.

Doom
Einkunn: 19/100

Ungur The Rock í mynd innblásin af tölvuleiknum Doom. Ekki góð blanda.

Assassin’s Creed
Einkunn: 18/100

Þessi átti að vera rosalegur hittari en varð bara of mikið af öllu – þar á meðal rugli.

Wild Wild West
Einkunn: 17/100

Risa vélköngulóin var það besta við þessa mynd!

Eragon
Einkunn: 16/100

Einkum þekkt fyrir að vera síðasta myndin sem var gefin út á VHS spólu í Bandaríkjunum.

Transformers: The Last Knight
Einkunn: 15/100

Þessi mynd skilaði miklu tapi, enda ekkert miðað við hinar Transformers-myndirnar.

The Love Guru
Einkunn: 14/100

Þessi mynd rústaði ferli Mike Myers en hún átti að kópera velgengni Austin Powers-myndanna.

R.I.P.D.
Einkunn: 13/100

Jeff Bridges og Ryan Reynolds áttu að mynda hér goðsagnakennt teymi en myndin er bara léleg.

Striptease
Einkunn: 12/100

Hlægilega léleg.

Holmes & Watson
Einkunn: 11/100

Will Ferrell kemst aftur á blað. Margir gagnrýnendur sögðu þetta verstu mynd ársins 2018.

From Justin to Kelly
Einkunn: 10/100

Kelly Clarkson sigraði í fyrstu seríu af American Idol og Justin Guarini var í öðru sæti. Fox framleiddi söngleik með þeim tveimur sem er svo lélegur að það er sárt.

Catwoman
Einkunn: 9 /100

Þessi er eiginlega það slæm að hún er hlægileg.

The Order
Einkunn: 8/100

Bara nei, nei, nei og nei!

Surviving Christmas
Einkunn: 7/100

Þegar Ben Affleck eyðilagði jólin.

All About Steve
Einkunn: 6/100

Virkilega skrýtin mynd.

Good Luck Chuck
Einkunn: 5/100

Hvað skal eiginlega segja?

Cool World
Einkunn: 4/100

Þessi mynd náði aldrei flugi, en Brad Pitt lét hana samt sem betur fer ekki eyðileggja ferilinn.

Jack and Jill
Einkunn: 3/100

Þessi mynd vann öll Razzie-verðlaunin og er alveg hreint svakalega slöpp.

Mortal Kombat: Annihilation
Einkunn: 2/100

Ömurlegt framhald að ágætri mynd.

The Master of Disguise
Einkunn: 1/100

Myndin sem átti aldrei að gera.

Gotti
Einkunn: 0/100

Þessi mynd var í þróun í átta ár – talandi um tímasóun!