Það er algjörlega magnað að velta sér upp úr því hvað fólk, sem er ekkert skylt, getur verið sláandi líkt. Hér eru nokkur dæmi úr Hollywood, en sum þeirra eru nánast of ótrúleg til að geta verið sönn.

Ungstirnið og goðsögnin

Leikarinn Ansel Elgort, sem hefur til að mynda leikið í The Fault in Our Stars og Baby Driver, er ofboðslega líkur ungum Paul Newman, sem hefur marga fjöruna sopið í leiklistarbransanum.

Newman og Elgort.

Tvær stórleikkonur

Sænsk-ameríska leikkonan Ann Margaret var uppá sitt besta á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar en leikkonan Amy Adams, sem hefur leikið í myndum á borð við Vice, American Hustle og The Fighter, gæti verið dóttir hennar. Þær eru samt ekkert skyldar.

Ann Margaret og Adams.

Allt í augabrúnunum

Kate Winslet þarf vart að kynna en líkindin á milli hennar og leikkonunnar Joan Crawford heitinnar eru sláandi.

Crawford og Winslet.

Minningin lifir

Leikkonan Sharon Tate var myrt á heimili sínu árið 1969 af Manson-fjölskyldunni, en minning hennar lifir í andliti leikkonunnar Rose Byrne.

Tate og Byrne.

Finndu fimm villur

Katharine Ross sló í gegn í kvikmyndinni The Graduate árið 1967 en leikkonan Kate Mara, sem hefur meðal annars átt stórleik í sjónvarpsþáttunum House of Cards, er alveg eins og hún.

Ross og Mara.

Ljós og dökk

Hedy heitin Lamarr var ekki aðeins leikkona, heldur einnig framleiðandi og uppfinningamaður. Hún var þekkt fyrir ljósa húð og dökkt hár, líkt og tvífari hennar, leikkonan Rose McGowan.

Lamarr og McGowan.

Tvær á tískupalli

Fyrirsætan Carla Bruni, fyrrverandi forsetafrú Frakklands, gæti verið móðir fyrirsætunnar Bellu Hadid. Hún er það samt ekki. Magnað!

Bruni og Hadid.

Frábærir

Leikarinn Vincent Cassel er frábær í sínu fagi. Það var goðsögnin Fred Astaire líka, en hann lést árið 1987. Þessir tveir eru ótrúlega líkir.

Astaire og Cassel.

Lyginni líkast

Það er lyginni líkast hve lík leikkonan Leelee Sobieski er ungri Helen Hunt. Það er erfitt að trúa því að þær séu ekki skyldar.

Hunt og Sobieski.

Allt í brosinu

Ætli það sé ekki andlitslögunin og brosið sem gerir það að verkum að leikkonan Maya Rudolph er mjög líka leikkonunni Dorothy Dandridge heitinni.

Dandridge og Rudolph.

Hjartaknúsararnir

Hjartaknúsarinn George Clooney er mjög líkur ungum Clark Gable, sem var einnig mikill hjartaknúsari á sínum tíma.

Gable og Clooney.

Ekki leiðum að líkjast

Fyrirsætunni Kendall Jenner hefur oft verið líkt við leikkonuna Ali MacGraw, sem er hvað þekktust fyrir leik í myndunum Goodbye, Columbus og Love Story. Það er ekkert skrýtið – þær eru eiginlega alveg eins.

MacGraw og Jenner.

Grænu augun þín

Ljós húð, dökkt hár og græn augu. Það er það sem gerir það að verkum að leikkonan Liv Tyler líkist leikkonunni Övu Gardner, sem var hvað frægust á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar.

Gardner og Tyler.

Aðskildar við fæðingu?

Það er enginn skyldleiki á milli fyrirsætunnar Karlie Kloss og leikkonunnar Lauren Bacall, þó ótrúlegt megi virðast.

Bacall og Kloss.

Við sjáum tvöfalt

Leikkonan Jennifer Lawrence er svo lík ungri Helen Mirren að það er ótrúlegt að þær séu ekki mæðgur, allavega eitthvað skyldar.

Mirren og Lawrence.