Það er erfitt oft að fylgjast með hvað maður á nákvæmlega að vera á borða því við fáum mismunandi skilaboð úr hinum ýmsu áttum. Matarvefurinn Delish hefur tekið saman sextán matvæli sem einhverjir hafa haldið að séu óholl en eru í raun góð fyrir okkur, upp að vissu marki.

Olíur

Svo lengi sem maður drekkir ekki mat í olíum þá geta olíur verið hollar, en sumar þó hollari en aðrar. Gott er að velja ólíuolíu, avókadóolíu eða hörfræolíu í matargerð.

„Þessar olíur eru fullar af einmettuðum fitusýrum sem eru góðar fyrir hjartað og innihalda minna af fjölómettuðum fitusýrum,“ segir næringarfræðingurinn John Fawkes.

Rautt kjöt

Rautt kjöt er ekki fullkomið en það þarf ekki að forðast það. Rannsóknir hafa sýnt að unnið kjöt, eins og til dæmis í pylsum, beikoni og áleggi, beri með sér meiri hættu á æðasjúkdómum en hreint, rautt kjöt.

„Rautt kjöt inniheldur prótein, mikið járn og B12 vítamín,“ segir næringarfræðingurinn Alex Schwartz og mælir með að fólk velji frekar steik en fjall af beikoni.

Hanastél

„Það er klárlega hægt að fá sér nokkra drykki á viku án þess að rústa heilbrigðu líferni,“ segir næringarfræðingurinn Lindsay Wandzilak. Hún mælir með að fólk drekki tequila drykki ef það vill gera sér glaðan dag.

„Tequila er úr plönturíkinu og líkamar okkar ná betur að vinna úr því sem þýðir að timburmenn og bólgur verða minni og við fáum færri hitaeiningar úr sterkju,“ segir hún.

Hvítt brauð

Það er fínt að borða hvítt brauð ef maður velur réttu tegundina. Fjöldaframleidd brauð eru oft full af einhverju sem er óhollt fyrir okkur og því er best að baka brauðið heima sjálfur.

Pítsa

Vissulega er olíuborin pítsusneið á skyndibitastað ekki það besta fyrir okkur en pítsa er samt holl – sérstaklega ef maður bakar hana sjálfur. Næringarfræðingurinn Donna Rose mælir með að setja mikið af grænmeti á pítsu og fituskertan ost.

„Hot Wings“

Hægt er að gera breytingar á þessum vinsæla skyndibitamat til að gera hann hollari. Minnka olíu og taka út rasp er til dæmis fyrsta skrefið. Svo er tilvalið að njóta þeirra með sykurlaustri, heimagerðri sósu.

Kartöflur

Þeir sem vilja minnka kolvetni í mataræðinu ættu samt að halda kartöflunum inni á matarplaninu.

„Hvítar kartöflur eru stútfullar af B vítamíni, kalíum, fólati, magnesíum og C vítamíni, sem og trefjum,“ segir Fawkes, sem mælir með því að baka eða loftsteikja kartöflur.

Popp

Stundum þarf maður smá snarl og þá er popp tilvainn kostur, svo lengi sem maður poppar það ekki upp úr mikilli olíu og/eða smjöri.

„Poppmaís er heilkorn og því fullt af trefjum,“ segir næringarfræðingurinn Claudia Hleap og bætir við að færri hitaeiningar séu í poppi en snakki.

Salthnetusmjör

Allar tegundir af hnetusmjöri innihalda mikið af kaloríur. Það þýðir samt ekki að smjörið sé óhollt. Lykillinn er að kaupa náttúrulegt smjör sem er búið til einungis úr hnetum og salti – forðist mjög sykraðar tegundir.

Fiturík jógúrt

Í fituríkri jógúrt er mikið af próteini og og kalki en matvælið hefur góð áhrif á líkamann.

Súkkulaði

Dökkt súkkulaði inniheldur efni sem geta lækkað kólestórólið. Í því er einnig fjölfenól, andoxunarefni og efni sem minnka bólgur í líkamanum.

Hafrakökur

Ekki kaupa þær út í búð heldur bakaðu þínar eigin úr góðum hráefnum eins og höfrum og hnetum. Þá færðu góðan skammt af trefjum, próteini og hollri fitu að sögn næringarfræðingsins Jamie Hickey. Kíkið til dæmis á þessa uppskrift:

Súkkulaðibitakökur í hollari kantinum

Glúten

Það er engin ástæða til að skera glúten úr mataræðinu nema þú sért haldin ofnæmi eða óþoli.

Hnetusmjör

Það er ekki bara salthnetusmjörið sem er hollt, einnig smjör eins og möndlu- og kasjúhnetusmjör. Þessi smjör eru full af hollri fitu en munið að lesa innihaldslýsingu svo þið kaupið ekki smjör sem er fullt af aukaefnum og sykri.

Ávextir

Eftir að ketó mataræðið tröllreið landanum hafa ávextir fengið á sig slæmt orðspor vegna magns ávaxtasykurs. Það er hins vegar engin ástæða til að forðast ávexti þar sem þeir eru vatnsmiklir, innihalda mikið af næringarefnum og trefjum. Best er að borða ferska ávexti, ekki þurrkaða.

Eggjarauður

Rauðan inniheldur mikið prótein, vítamín og steinefni og því þarf enginn að óttast hana.