Ávöxturinn kíví er bæði sætur og súr og stútfullur af næringarefnum. Í einu kíví eru 44 hitaeiningar, 63 grömm af vatni, 12 míkrógrömm af magnesíum, 148 milligrömm af kalíum, 56 milligrömm af C vítamíni og 30 míkrógrömm af K vítamíni, svo dæmi séu tekin.

Á vefsíðunni Well and Good er farið vel yfir kosti kívísins og sex ástæður fyrir því að fólk ætti að borða meira af þessum einstaka ávexti.

Gefur líkamanum vatn

Kíví er um 90 prósent vatn og er þetta því fullkominn ávöxtur fyrr þá sem eru að reyna að drekka meira vatn. Kíví kemur samt sem áður ekki í staðinn fyrir vatn en hjálpar klárlega við að auka vatnsdrykkju.

Gott fyrir þarmaflóruna

Eins og flestir ávextir þá inniheldur kíví trefjar. Þarmaflóran elskar trefjar og því getur kíví verið frábært í baráttunni við hægðatregðu. Best er að borða ávöxtinn eins og hann er til að fá sem mest úr trefjunum en ekki drekka hann í safa.

Bætir ónæmiskerfið

Kíví er stútfullt af C vítamíni og bætir því ónæmiskerfið. Gott markmið er að innbyrða 75 milligrömm af C vítamíni á dag en í einu kíví eru 56 milligrömm. Kíví er því sérstaklega góð viðbót við mataræðið þegar að ýmsar pestar ganga. C vítamín spilar líka mikilvægan þátt í upptöku á járni.

Gott fyrir augun

Í kíví er auk þess lútein sem er mjög gott fyrir augun og sjónina. Þeir sem eyða deginum í að stara á tölvuskjá eða aðra snjallskjái ættu að borða kíví á degi hverjum.

Gott fyrir hjartað

Vegna kalíumsins í kíví þá er ávöxturinn góður bandamaður þegar kemur að halda blóðrásinni í lagi. Reglulega neysla á kalíum getur dregið úr hættu á heilablóðfalli og kransæðasjúkdómum.

Dregur úr bólgum

Kíví inniheldur einnig mikið af andoxunarefnum og getur neysla á því dregið úr bólgum. Bólgur í líkamanum geta valdið ýmsum sjúkdómum og jafnvel krabbaemini.