Ég fann þessa uppskrift á vefsíðunni Delish og heillaðist af einfaldleika hennar. Þegar ég síðan prófaði þennan dúnmjúka búðing komst ég að því að þessi réttur er ekki bara einfaldur heldur einnig afskaplega gómsætur. Slær alltaf í gegn!

Ketó búðingur

Hráefni:

1½ bolli rjómi
2 msk. kakó
3 msk. ketóvænt sætuefni
1 tsk. vanilludropar
salt

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum saman í skál og stífþeytið. Setjið blönduna í stóra skál eða nokkrar minni skálar og inn í frysti í 30 til 35 minútur, eða þar til blandan er orðin þokkalega frosin. Berið fram með bros á vör.