Gary Payton er eini leikstjórnandi í sögu NBA sem hefur unnið til þessara verðlauna. Hver eru þau?

Rétt! Rangt!

Gary Payton var valinn varnarmaður ársins í NBA-deildinni árið 1996. Af þeim 37 skiptum sem verðlaunin hafa verið veitt síðan 1983 hafa bakverðir einungis orðið fyrir valinu 6 sinnum.

Þessi kappi spilaði sléttan áratug með Milwaukee Bucks og var jafnan talinn með bestu leikmönnum deildarinnar, þó svo hann hafi aldrei komist í úrslit né toppað neina tölfræði. Hvað heitir kauði?

Rétt! Rangt!

Sidney Moncrief, eða "El Sid" eins og hann var gjarnan kallaður, var valinn varnarmaður ársins bæði tvö fyrstu árin sem þau verðlaun voru veitt, 1983 og 1984. Hann er í fámennum hópi þeirra leikmanna sem Michael Jordan hefur ótvírætt lýst yfir virðingu sinni á.

NBA metið í vörðum skotum í einum leik eru sautján heilir varðir boltar. Hvaða leikmaður á þetta met?

Rétt! Rangt!

Elmore Smith varði 17 skot fyrir Los Angeles Lakers á móti Portland Trail Blazers þann 28. október 1973. Sama tímabil - sem var jafnframt tímabilið þar sem varin skot voru fyrst innleidd í tölfræði deildarinnar - endaði hann með að tróna á toppnum í þessum flokki, með 4.9 varin skot að meðaltali í leik.

Hver var fyrsti leikmaður sögunnar til að vera valinn MVP með einróma samþykki kosninganefndar?

Rétt! Rangt!

Árið 2016 vann Stephen Curry til annarra MVP-verðlauna sinna í röð eftir að hafa slegið tvö met yfir tímabilið: hann bæði stýrði liði sínu, Golden State Warriors, í 73 sigra (og sló þar með út hið goðsagnakennda Bulls lið Michaels Jordan frá 1996, sem unnu 72) og sló nýtt met í þriggja stiga körfum með 402 settum. Lítið hægt að finna að því.

Hvaða leikmaður NBA sögunnar hefur oftast verið rekinn af velli fyrir slæma hegðun?

Rétt! Rangt!

Rasheed Wallace var meðlimur í hinu alræmda "Portland Jail Blazers" liði, sem gerði garðinn ófrægan fyrir almennan skæting og leiðindi þegar leið undir lok síðustu aldar og nokkur ár inn í hina nýju. Hann var rekinn af velli fjúkandi brjálaður í heil 29 skipti -- 16 sinnum oftar en sá næsti fyrir neðan hann á listanum (sem er jú vitanlega DeMarcus "Boogie" Cousins).

Oklahoma City Thunder voru eitt sinn annað lið í annarri borg með annað nafn. Hver var þeirra fyrri holdgervingur?

Rétt! Rangt!

Ráðamenn NBA samþykktu að færa liðið frá Seattle til Oklahoma árið 2008 í liðseigendakosningu sem endaði 28-2. Þeir einu tveir sem kusu á móti voru Paul Allen, eigandi Portland Trail Blazers, og Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks.

Alþekkt er að Muggsy nokkur Bogues, 160 sm stór, er stystur í loftinu allra NBA leikmanna í gegnum tíðina. Hver er sá annar stysti?

Rétt! Rangt!

Earl Boykins (165 sm) skoraði 32 stig fyrir Denver Nuggets á móti Detroit Pistons þann 11. nóvember 2004, og varð þar með að stysta leikmanni sögunnar til að skora yfir 30 stig í leik.

Hver þessara farsælu þjálfara hefur aldrei verið leikmaður í NBA deildinni?

Rétt! Rangt!

Gregg Popovich er einn sigursælasti þjálfari NBA sögunnar og af mörgum talinn sá besti allra tíma. Hann ákvað snemma að einbeita sér að þjálfun frekar en spili, og útkoman lætur ekki að sér hæða -- 22 tímabil með San Antonio Spurs, fimm titlar, og aldrei lægra en .500 vinningshlutfall.

Aftur er spurt um tiltölulega gleymdan snilling. Hér er á ferð stórkostlegur skorari sem á í þokkabót heiðurinn af því að vera fyrsti "point forward" sögunnar, leikmaður sem spilaði leikstjórnandahlutverk úr framherjastöðu. Hvað heitir hann?

Rétt! Rangt!

Fjölmargir sem spiluðu með og á móti Marques Johnson hafa kvatt hann vanmetnasta leikmann sem þeir vita um.

Margir NBA leikmenn hafa borið undarleg nöfn í gegnum tíðina, oftast viðurnefni eða nöfn sem hafa verið breytt. Hvert þessara nafna birtist á raunverulega fæðingarskírteininu hjá viðkomandi?

Rétt! Rangt!

Dionte Christmas var fæddur Dionte Lamont Christmas þann 15. september árið 1986.

Hversu vel þekkirðu sögu NBA deildarinnar?

Ókei, kannski ekki mesti körfuboltaaðdáandi sem til er, en þú ert allt í lagi samt sem áður.

Alls ekki slæmt!

Swish! Glæsileg frammistaða!
Fullt hús stiga!

Þú ert körfuboltagúrú á heimsmælikvarða. Vel gert!

Deila niðurstöðunum: