Nú er veðrið aldeilis farið að leika við okkur og margir farnir að huga að skemmtilegum og huggulegum stundum í garðinum, á pallinum eða á svölunum.

Það er mjög einfalt, og oft á tíðum ódýrt, að búa til garðhúsgögn og alls kyns fínerí úr vörubrettum. Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir þá sem vilja láta hendur standa fram úr ermum.

Huggulegur sófi

Hér má sjá hvernig er hægt að búa til sófa úr vörubrettum á frekar einfaldan hátt, en í myndbandinu er farið yfir smíðina skref fyrir skref.

Eitt sett

Í þessu myndbandi er síðan farið yfir hvernig má búa til einfalt og notadrjúgt sett í garðinn:

Hvað tekurðu í bekk?

Hér er farið yfir smíði á einföldum og smekklegum bekk úr vörubrettum:

Grillað

Sumarið er tíminn til að grilla og tilvalið að kíkja á þetta myndband til að sjá hvernig hægt er að búa til smekklega grillstöð fyrir tæki, tól og hráefni sem fylgja grillinu:

Topp tíu

Svo er margt vitlausara en að kíkja á þetta myndband yfir tíu ódýrar og einfaldar hugmyndir sem innihalda vörubretti til að láta hugann reika: