Rétt rúmlega 190 fermetra þakíbúð í Stillholti á Akranesi er komin í sölu. Um er að ræða íbúð á tíundu hæð í nýbyggðu lyftuhúsnæði.

Íbúðin er búin 2 baðherbergjum og 2 svefnherbergjum og er lofthæðin tæpir þrír metrar.

Tvennar svalir eru við þakíbúðina, bæði til suðurs og vesturs. Svalirnar eru hellulagðar en gert er ráð fyrir að hægt sé að setja heitan pott á vestursvalirnar.

Útsýnið er í einu orði sagt stórkostlegt og hægt að virða fyrir gjörvallt Akranesið og Akrafjall.

Hægt er að skoða íbúðina í þrívídd með því að smella hér.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.