Við Bergstaðastræti 34 í Þingholtunum í Reykjavík stendur lítið, rautt einbýlishús sem fer ekki fram hjá neinum sem á þar leið um. Húsið er afar snoturt, byggt árið 1906 og því komið til ára sinna.

Snoturt, eldrautt hús.

Nú er þetta hús komið á sölu og óskað eftir tilboðum í það. Ljóst er að húsið þarf á endurhalningu að halda, bæði að innan og utan.

Veggirnir eru flestir hlaðnir af myndum.

Húsið er friðað og því má ekki rífa það eða breyta. Allar byggingarleyfisskyldar framkvæmdir eru háðar leyfi Minjastofnunar. Nýir eigendur þurfa því að vera ansi útsjónasamir.

Veggfóðursmanía í 101.

Eins og sést á myndunum er líkt og tíminn hafi staðið í stað í þessari einstöku eign. Algjör perla.

Áhugaverð baðherbergislausn.

Nánari upplýsingar um húsið má nálgast hér.

Eldhúsið lætur lítið fyrir sér fara.