Það kom aðdáendum í opna skjöldu þegar að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West tilkynnti að raunveruleikaþáttur fjölskyldu hennar, Keeping Up With the Kardashians, myndi hætta í framleiðslu á næsta ári, eftir tuttugu þáttaseríur.

View this post on Instagram

To our amazing fans – It is with heavy hearts that we’ve made the difficult decision as a family to say goodbye to Keeping Up with the Kardashians. After what will be 14 years, 20 seasons, hundreds of episodes and numerous spin-off shows, we are beyond grateful to all of you who’ve watched us for all of these years – through the good times, the bad times, the happiness, the tears, and the many relationships and children. We’ll forever cherish the wonderful memories and countless people we’ve met along the way. Thank you to the thousands of individuals and businesses that have been a part of this experience and, most importantly, a very special thank you to Ryan Seacrest for believing in us, E! for being our partner, and our production team at Bunim/Murray, who’ve spent countless hours documenting our lives. Our last season will air early next year in 2021. Without Keeping Up with The Kardashians, I wouldn’t be where I am today. I am so incredibly grateful to everyone who has watched and supported me and my family these past 14 incredible years. This show made us who we are and I will be forever in debt to everyone who played a role in shaping our careers and changing our lives forever. With Love and Gratitude, Kim

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Í nýjasta tölublaði Us Weekly er hins vegar haft eftir öruggum heimildarmanni að endalok þáttanna hafi verið lengi í bígerð.

„Dömurnar eru þreyttar á löngum vinnudögum og halda að þær séu nógu frægar án þáttarins til að græða peninga á netinu,“ segir heimildarmaðurinn. Annar bætir við að fjölskyldumeðlmir hafi einnig verið orðnir þreyttir á því að deila einkalífi sínu með almenningi.

„Þau eru bisnessfólk fyrst og fremst og það er mjög augljóst að þau geti grætt miklu meiri pening með minna ómaki með því að kanna önnur viðskiptatækifæri.“

Sá heimildarmaður segir enn fremur að fjölskyldumeðlimir séu nú að kanna mögulega afleidda sjónvarpsþætti (e. spinoff) með framleiðanda Keeping Up With the Kardashian, Ryan Seacrest.

„Fjölskyldan hefur vaxið upp úr þættinum og farið með hann eins langt og mögulegt er.“

Að sögn heimildarmanna Us Weekly eru ýmsar viðræður í gangi, til að mynda heimildarmynd um pólitísk hugðarefni Kim Kardashian og vegferð Kourtney Kardashian er hún stofnaði lífsstílsmiðilinn Poosh.

„Það eru endalausir möguleikar í boði og á hverjum degi skjóta fleiri möguleikar upp kollinum þannig að þetta er virkilega spennandi tími fyrir alla fjölskylduna.“

Nítjánda þáttaröð Keeping Up With the Kardashians fór í loftið vestan hafs í gær, þann 17. september, en tuttugasta serían verður frumsýnd á næsta ári.