Vefsíðan Eat This, Not That! hefur tekið saman lista yfir 108 óhollustu gosdrykki í heimi. Horfðu forsvarsmenn vefsíðunnar á hitaeiningafjölda, kolvetni, natríummagn, sykur og aukaefni þegar að gosdrykkjunum var raðað í sæti frá því fyrsta til þess 108.

Margir af þessum gosdrykkjum eru ekki til á Íslandi en listinn er áhugaverður engu að síður. Meðal drykkja á listanum sem Íslendingar kannast við eru Coca-Cola, Pepsi, Fanta og 7Up.

Í grein Eat This, Not That! er einnig vísar í rannsóknir sem sýna að neysla gosdrykkja eykur fitu sem leggst á kviðinn, sem eykur áhættu á hjartasjúkdómum, sykursýki og heilablóðfalli.

Þeir sem vilja lesa í gegnum listann yfir 108 gosdrykki geta smellt hér.