Oft getur reynst erfitt að rífa sig upp úr sófanum og þrífa, enda ekkert sérstaklega skemmtilegt tómstundargaman. Myndirnar sem þið sjáið hér fyrir neðan eru hins vegar dæmi um slíka sóða að maður tekur andköf.

Fyrirtækið Bed SOS, sem sérhæfir sig í sölu á rúmum, dýnum og ýmsu öðru er tengist svefni, ákvað að halda samkeppni um sóðalegasta herbergi Bretlands. Þeir sem vildu gátu sent inn myndir af sóðalegum herbergjum og voru fjögur hundruð pund í verðlaun fyrir bestu myndina, rúmar sjötíu þúsund krónur.

Alls bárust rúmlega þrjú hundruð myndir í keppnina og nú hefur Bed SOS opinberað lista yfir bestu myndirnar. Þetta eru virkilega sóðaleg herbergi, svo vægt sé til orða tekið, en hér fyrir neðan má sjá þær tíu „bestu“.

1. sæti:

2. sæti:

3. sæti:

4. sæti:

5. sæti:

6. sæti:

7. sæti:

8. sæti:

9. sæti:

10. sæti: