Það er mánudagur. Það er dimmt. Heimsfaraldur geysar. Þá er um að gera að gera kvöldmatinn svolítið skemmtilegan, til dæmis með þessari uppskrift af síðunni Blog Chef. Þetta er í einu orði sagt: Snilld!

Pylsu taco

Hráefni:

8 pylsur
½ rauðlaukur, smátt skorinn
salt og pipar
1 avókadó, maukuð
1 tómatur, saxaður
safi úr 2 súraldinum
3 msk. ferskt kóríander, saxað
½ bolli salsa sósa
1½ bolli rifinn cheddar ostur
8 hveiti tortilla-kökur

Aðferð:

Blandið avókadó, tómötum, lauk, súraldinsafa, kóríander, salt og pipar saman í skál og smakkið til. Blandið vel saman. Grillið pylsurnar yfir meðalhita. Takið þær af grillinu þegar þær eru tilbúnar. Setjið síðan ost í miðjuna á hverri tortilla-köku og salsa sósu og avókadóblönduna ofan á. Setjið pylsuna ofan á sósurnar, vefjið tortilla-kökunni utan um pylsuna og tannstöngul í gegn til að tryggja að vefjurnar opnist ekki. Grillið í nokkrar mínútur á lágum hita og berið fram strax.