Þessa uppskrift rakst ég á á matarvefnum Delish og bara varð að ræða. Um er að ræða mjög skrýtna blöndu – beikon og avókadó franskar. En ég er að segja ykkur það, þessi blanda virkar!

Beikon og avókadó franskar

Hráefni:

3 avókadó
24 þunnar beikonsneiðar
1/4 bolli ranch sósa

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C. Skerið hvert avókadó í 8 báta. Vefjið beikoni um bátana og raðið á ofnplötu. Bakið þar til beikonið er eldað í gegn, í 12 til 15 mínútur. Berið fram með ranch sósu.