Guðmundur, sem lagði stund við nám í listrænni ljósmyndun í University of the Arts London, vinnur eingöngu með út runnar, svokallaðar peel-apart filmur, sem eru sjaldgæf tegund af Polaroid filmum. Viðfangsefni myndanna eru að miklu leiti hin grófgerða og oft drungalega náttúra Íslands, þó reynt sé að sneiða framhjá stærstu landslagsljósmynda klisjum.

Um verkefnið segir Guðmundur meðal annars; “ Mig langar til að listin mín fari heilan hring. Ég skil verkin eftir á eða rétt hjá þeim stöðum þar sem myndirnar voru teknar, eða í það minnsta á stöðum sem hafa einhverja tengingu við þann stað þar sem myndin var tekin. Til dæmis hef ég skilið eftir tvær myndir sem voru teknar á sama eyðibýlinu, en aðeins önnur þeirra var skilin eftir þar, en hin var skilin eftir á öðru eyðibýli.“

Ég er hrifinn af hugmyndinni um að listin komi aftur heim. Sérstaklega vegna þess að mikið af henni sýnir eyðibýli, og mér finnst sem ég sé að gefa þeim einhverskonar líf aftur, að ég sé að gefa þeim nýjan tilgang.

Guðmundur hefur nú þegar skilið eftir þrjú verk í þremur mismunandi landshlutum og segist ætla að halda verkefninu áfram næstu vikur og mánuði.

“List þarf ekki alltaf að vera keypt dýrum dómum og hafa þann eina tilgang að lýsa upp hversdagsleikann í stofunni. Með þessu langaði mig að dýpka tilgang myndirnar með því að að sá sem eignast listina hefur nú þegar tengingu við staðinn” að sögn Guðmundar.

Meðfram listinni hefur Guðmundur starfað sem leiðsögumaður og því séð flesta hluta landsins. Flestar myndirnar hans eru af stöðum sem fæstir hafa séð eða þekkja.

 

 

Nánar um verkefnið: kuggur.com/2020/07/06/leaving-art/