Eins og flestir vita var Eurovision-keppninni aflýst, en hún átti að fara fram í Rotterdam í Hollandi nú í maí. Daði Freyr og Gagnamagnið þóttu sigurstrangleg með lagið Think About Things og hefur lagið unnið í alls kyns Eurovision-tengdum keppnum sem blásið var til í sárabætur.

Sjá einnig:

Ísland sigraði í Eurostream 2020

Daði hefur nú efnt til danskeppni þar sem aðdáendum um heim allan gefst kostur á að endurgera dans Gagnamagnsins og merkja myndböndin sín með kassamerkinu #danceaboutthings. Daði og félagar taka ekki við innsendingum eftir daginn í dag og því fer hver að verða síðastur.

Þó hægt sé að senda Daða póst með myndbandi þá hafa margir deilt afrakstrinum á samfélagsmiðlum, eins og sjá má hér fyrir neðan. Myndböndin sum eru einfaldlega kostuleg og virðast flestir vera fullvissir um það að Think About Things hefði farið með sigur af hólmi í Rotterdam.

Þessi pía fór alla leið:

Krúttbomba:

Alveg með sporin á hreinu þessi:

Sumar, sól og Daði:

Þessi litli snáði dýrkar Daða:

View this post on Instagram

#danceaboutthings

A post shared by Juri Hoedemakers (@jurihoedemakers) on

Ofuraðdáandi:

Frekar nett:

Dolfallinn:

Svo er þjóðráð að dansa með þurrkaranum:

Og þessir bræða hjörtu: