Fréttanetið opnaði fyrir rétt rúmri viku, að kvöldi dags þann 3. maí síðastliðinn. Við bjuggumst ekkert við sérstaklega mikilli aðsókn, enda glænýr vefmiðill í frumskógi internetsins. Raunin varð hins vegar önnur.

Við erum himinlifandi með þær viðtökur sem Fréttanetið hefur fengið á þessum nokkru dögum sem það hefur verið í loftinu í núverandi mynd. Strax fyrsta daginn var ljóst að við værum ekki á algjörum villigötum og það væri ekki gjörsamlega galið að setja nýjan vefmiðil í loftið á þessum fordæmalausu tímum. Nokkur þúsund manns fara nú inn á Fréttanetið á degi hverjum, sem er framar okkar björtustu vonum.

Fyrir þetta viljum við þakka ykkur kæru lesendur en um leið minna á að við erum opin fyrir alls kyns ábendingum, varðandi allt milli himins og jarðar, í gegnum netfangið hallo@frettanetid.is.

Það vantar ekki fjölbreytnina hér á Fréttanetinu, en í ljósi þessarar æðislegu fyrstu viku ákváðum við að rifja upp þær fimm fréttir sem vöktu hvað mesta athygli og voru mest lesnar.

Kyssti deyjandi föður á ennið og fyrirgaf honum

Pistill eftir Guðmund Ragnar Einarsson, einn af stofnendum Fréttanetsins, vakti gríðarlega athygli en í pistlinum segir hann frá átakanlegri barnæsku á heimili þar sem báðir foreldrar börðust við Bakkus.

Kyssti deyjandi föður á ennið og fyrirgaf honum

Hræðilegt slys í Eyjum var kveikjan að stuttmynd

Viðtal við Signýju Rós Ólafsdóttur hlaut góðar viðtökur en hún hlaut nýverið verðlaunin Outstanding woman director á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York fyrir stuttmyndina Hafið. Myndin er byggð á sönnum atburðum er fimm ára drengur drukknaði á páskadag.

Hræðilegt slys í Eyjum var kveikjan að stuttmynd

„Þetta er erfiðasti mæðradagurinn sem ég hef átt“

Kynfræðingurinn Sigga Dögg skrifaði einlægan pistil á sjálfan mæðradaginn sem fjallaði um hennar hugarheim, nýskilin og hve erfitt það er að skipta börnum á milli tveggja foreldra, svo börnin fái jafnan umgengnisrétt við báða foreldra.

„Þetta er erfiðasti mæðradagurinn sem ég hef átt“

Friðrik Ómar lenti í óborganlegu atviki í Hagkaupum

Skemmtifrétt vikunnar var án efa atvikið sem tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson lenti í í Hagkaupum sem fól í sér afar kostulegt samtal við unga pilta.

Friðrik Ómar lenti í óborganlegu atviki í Hagkaupum

Ekkert pláss fyrir hálfvita

Loks var það viðtal við Hildi Eik Ævarsdóttur, sem býr í Bandaríkjunum með unnusta sínum og þremur börnum og rekur vefverslunina Norom. Hildur sagði frá lífinu í Bandaríkjunum, ástandinu sem hefur skapast vegna COVID-19 og góðgerðarstarf, sem hún leggur mikla áherslu á.

Ekkert pláss fyrir hálfvita