Hafragrautur er tilvalin máltíð, hvort sem er á morgna, í hádegi eða á kvöldin. Hafragraut er trefjaríkur og stútfullur af næringarefnum. Ekki skemmir fyrir að þetta er ein ódýrasta fæða sem til er.

Sjá einnig:

7 ástæður fyrir því að hafragrautur er allra meina bót

Það er hins vegar vel hægt að borða of mikið af hafragraut og afleiðingar þess eru ekki góðar, eins og kemur fram í grein á Eat This, Not That þar sem sérfræðingar eru spurðir spjörunum úr.

Þú gætir borðað meiri sykur

„Fólk vill vanalega að hafragrauturinn sé sætari svo máltíðin sé ekki litlaus,“ segir læknirinn Can Eng Cern í viðtali við Eat This, Not That. „Þá bæta sumir sykri, súkkulaðibitum eða öðrum sætum mat við hafragrautrinn sem dregur úr næringargildi hans og bætir við hitaeiningum, fitu, sykri og kolvetnum.“

Bragðlaukarnir lúta í lægra haldi

„Þó að hafrabrautur í morgunmat á hverju degi geti séð þér fyrir orkunni og næringunni sem þú þarft til að fara inn í daginn þá eru vissar takmarkanir fólgnar í því að borða hafragraut á hverjum degi því það er fullt af hollum mat sem þú getur borðað í morgunmat,“ segir Dr. Eng Cern. „Með þessu ertu að taka það frá líkamanum að fá næringu úr öðrum hollum mat og setja braðglaukunum takmörk þannig að þú missir af öðrum bragðgóðum mat sem getur gefi þér sömu næringu og orku.“

Vannæring og dvínandi vöðvamassi

„Hafragrautur getur hjálpað þér að léttast með því að bæla niður matarlystina en of mikið af honum getur leitt til vannæringar og minnkun á vöðvamassa,“ segir læknirinn. „Hafragrautur lætur þig vera saddan lengur þannig að þú missir af merkjum frá líkamanum sem segja þér að borða meira yfir daginn. Að borða nánast ekkert nema hafragraut getur haft áhrif á hugarstarfið og minnkað árvekni og snerpu.“

Uppþemba

Neysla hafragrauts getur valdið uppþembu, sérstaklega hjá þeim sem eru ekki vanir að borða hafragraut, vegna þess að grauturinn inniheldur mikið af trefjum. Því er best að byrja með litlum skömmtum af hafragraut til að losna við meltingarvandræði.

Þyngdaraukning

„Neysla á risastórum skömmtum af hafragraut getur leitt til þyngdaraukningar,“ segir læknirinn Lisa Young. „Passið líka upp á hverju þið bætið við hafragrautinn – tvær matskeiðar af valhnetum eða hörfræjum er frábært en of mikið af smjöri og sykri er það ekki,“ bætir Young við.